Patro pirate playground

Sjóræningjaleiksvæði á Patró 

Sjóræningjaleiksvæðið á Patreksfirði var hluti af sjóringjasafninu sem var rekið með miklum myndarbrag um skeið.

Svæðið var fyrrum plan sem tilheyrði loðnubræðslu bæjarins og lá við sjóinn syðst á eyrinni. Yfirborð plansins er úr sjávarmöl að mestu, eins og eyrin öll.

Hugmyndin að leiksvæðinu var að skapa veröld fyrir yngstu gestina þar sem þau gætu dvalið við sitt eigið sjóræningjaævintýri.

Þessi veröld var sköpuð með því að draga upp sjóræningjakort sem við þekkjum öll úr sjóræningjaævintýrum æskunnar.Þetta kort sem inniheldur litla veröld, með úthafi, sjóræningjaskip, eyðieyjum, verslunarstað, dýflissu, strandstað, yfirgefinni strönd, fjallgarði, skipbrotsmannaskýli, varðeld, vörðu, völundarhúsi og dulúðarfullri eyju, földum fjársjóð og fleira.

Sjóræningjakortið var lagt yfir svæðið og reist uppúr yfirborðinu sem einskonar mini-landslag, sem umgjörð um ævintýri yngstu gesta safnsins.

Mestallur efniviður kemur úr nánasta nágrenni við leiksvæðið og er unnið á mjög sjálfbæran hátt úr endurnýttu efni, sandi, möl og mold úr nágreninu.

Pirate Playground