The temple of origin

“hof upprunans”

Þessi land-art skúlptúr var hannaður og byggður fyrir alþjóðlega land-art hátíð í Ralsko í Tékklandi í maí 2019.

Hátíðin var haldin í héraðinu Ralsko sem liggur um 100 km norðaustur af höfuðborginni Prag. Héraðið var áður búsett af þýskumælandi fólki sem hafði búið þar um aldir en verið gert að yfirgefa svæðið í seinni heimstyrjöldinni. Héraðið hafði verið notað sem æfingasvæði fyrir skriðdrekasveitir rússneska hersins um áratugaskeið og voru öll þorpin nema tvö jöfnuð fullkomnlega við jörðu, alls 21 þorp.

Land-art hátíðin var haldin í rústum eins þorpsins, þar sem enn standa tvö hús og er álitið eitt af þeim þorpum sem enn “standa”.

14 listamönnum frá 5 löndum var boðið á hátíðina og fengu þeir 4 daga til að reisa listaverkið sem var svo sýnt á stórri hátíð.

Þetta listaverk heitir hof upprunans og vísar í þá spurningu sem ríkir í nágrannahéruðum Ralsko og einnig almennt í öllu landinu og hún er “hver á heima þarna.”. Á þessu svæði hafa 3 þjóðir eignað sér sér hlut í svæðinu, dvalið þar og athafnað sig með einhverju móti. Eftir að saga svæðisins og andi þess hafði verið dreginn fram var hugmyndin aðlöguð að honum.

Verkið gengur út á að gera hof, sem gæðir umhverfið aðlaðandi dulúð. Verkið er staðsett við rústir af kirkjudyrum sem er viðeigandi því þar er svörður tilbeiðslu. Verkið er gagnvirkt, það bíður gestinum að vera hluti af verkinu og fá rýmisupplifun. Gestinum er boðið að finna sér stað til íhugunnar.

Verkið samanstendur af þremur þríhyrningum sem allir stefna inn að miðju. Þríhyrningar hvíla allir á sameiginlegum fleti. Þeir eru byggðir upp með grjóthleðlsum, og virka sem setbekkir og tákna mismunandi svæði sem við tengjum okkar hollustu og sjálfsmynd við. Ytri flöturinn og formið er hringlaga eins jörðin. Tré er í miðjunni tákn fyrir móðurina sem öll vötn renna til og heldur yfir okkur skjóli, gólfið er jörðin þar sem fætur okkar hvíla, sameign okkar allra. Hverju sem við tilheyrum og hvernig sem við skilgreinum okkur þá hvíla fæturna á jörðinni og hollusta okkar ætti að vísa þangað.

Verkið er unnið á sjálfbæran hátt þar sem allt efni er sótt á innan við 100 metra radíus, fyrir utan böndin og efnisbútana. Einungis var náttúrlegum efnum raðað upp á nýtt undir handleiðslu anda staðarins “genius loci”

Temple of Origin